Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, apríl 10

Sunday morning coming down

Mér leiðist:
Páfinn og jarðarförin hans
Bobby Fischer
Brúðkaup Camillu og Kalla
Að labba útí Tesco eftir sódavatni og fatta að ég keypti óvart venjulegt vatn í staðinn
Að vera ekki rík
Page 3 hálfvitar með stærri geirvörtur en heila
So Sally can Wait og Wonderwall
Tísthljóðin sem tölvan mín gefur frá sér
Menningarleg samkynhneigð (oft misskilin sem kvenfyrirlitning)
Dustin Hoffman, Tom Hanks og Andie MacDowell

14 Comments:

At 6:47 e.h., Blogger hosmagi said...

Ósköp er að heyra. Ég varð samt fjarska glaður að nafn mitt skyldi ekki vera þarna.

 
At 9:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ef ég vaeri adeins hýrari í skapi tá hefdi ég engst um eins og raekja á gólfinu af hlátri einum saman (menningarleg samkynhneigd!)...en í stad tess slapp frá mér adeins orlítid fliss tví ég er ad fara í fjárans próf á morgun og er ég t.a.l í hrottalegri fýlu :( sver tad, tad sem ég Á ad vera ad lesa er hreinn vidbjódur og ég er ordin graen í framan af tví ad reyna ad staulast í gegnum hver sé nú munurinn á: /s/ palatal alveolar aspirado sordo whatever og svo /s/ alveolar ensordecido asibilado whatever!!!!!!!!! By the power of GreySkull, vill einhver bjarga mér??? tetta hlýtur ad vera krabbameinsvaldandi! (íris frae)

 
At 3:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef maður kaupir venjulegt vatn í stað sódavatns og er of seinn, eða of latur, til að skila, hef ég stundum prófað að stinga röri oní vatnið og blása. Þetta virkar ekki en Helga, gerum lífið skemmtilegra! (Þýðir ekki að gefast upp) ;( :( :(.

 
At 3:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekki skal gráta Björn bónda heldur safna frímerkjum, sagði Megas, af sumum nefndur Metangas. Megas er Noel Gallagher okkar Íslendinga, ég fer ekki ofan af því, fjandinn hafi það, og ef So Sally can Wait er of hátt stillt fyrir þig ert þú orðin of gömul, Helga; eða bókin Helga eins og sumir kalla þig (í kirkjunni).

 
At 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heimurinn er hommi, Helga mín... Það sagði Sigurður Guðmundsson allavega....

 
At 1:58 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Það segir fjandakornið ekkert til um aldur hvort maður meikar að hlusta á blöddí Oasis allan daginn, það skal ég segja þér... tja nema það að þeir sem hlusta á Oasis óver and óver með nostalgíuglampa í augum eru orðnir of gamlir, við hinir ungu hlustum á Lemar, Usher, Kaiser Chiefs og kannski Franz. Föff! Föffffff!

 
At 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hlusta á Oasis með angurværum svip, ég viðurkenni það, en allar dylgur um Nostalgíuglampa vísa ég til föðurhúsanna. Margur heldur mig sig og sumir hefðu kannski gott af því að kasta örlítið færri steinum úr sínu glerhúsi og einbeita sér þess í stað að væntanlegum disk Gallagher-bræðra sem ríður nú röftum á öldum ljósvakans. Ég fer í geitarhús að leita ullar ef mér sýnist, og kannski kem ég einn daginn út með lopapeysu og þá skjálfið þið hin úr kulda með tilheyrandi píkuskrækjum Usher og fleiri vitleysinga. Gerum lífið ekki leiðinlegra en það er, gerum það skemmtilegra!

 
At 3:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek undir með Oasis-manninum, Gallagher-bræður rokka.

Elínborg Lárusdóttir, fyrrverandi myndlistarkona.

 
At 3:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ég er greinilega orðin bæði gömul og feit. Hlusta reyndar aldrei á Oasis núorðið en hef ekki hugmynd um hverjir þessir hinir eru. Enda bý ég í tónlistarlegri einangrun hér í latínóheiminum.

 
At 5:14 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Þoli ekki þessi NN komment, það er eins og að fá dónasímtal í sjoppu. Og já ég sá að górillurnar eru komnir með nýjan disk - ó,vei mér vesælli... böskarinn minn með gítarinn sinn verður væntanlega glaður. Eins mans gleði er annars kvöl og pína.

 
At 5:14 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Þoli ekki þessi NN komment, það er eins og að fá dónasímtal í sjoppu. Og já ég sá að górillurnar eru komnir með nýjan disk - ó,vei mér vesælli... böskarinn minn með gítarinn sinn verður væntanlega glaður. Eins mans gleði er annars kvöl og pína.

 
At 5:15 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

...reyndar finnst mér Lemar og Usher báðir leiðinlegir ég var bara að reyna að vera ung...

 
At 8:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég HEITI Anonymous, getur enginn á þessu Interneti skilið það? Ég heiti Sísýfos Hieronymous Anonymous en hef aldrei kennt mig við annað en Anonymous og ætla ekki að byrja á því núna, kærar þakkir en nei takk. Gerum lífið skemmtilegra.

 
At 3:34 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Asnalegt nafn.

 

Skrifa ummæli

<< Home