Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, desember 22

Gluggaþvottur og annað vesen

Ég er rosalegt jólabarn. Mér finnst æðislegt að hengja upp seríur, búa til kransa, skreyta jóltréð, sjá allt þetta glit og gler og fínerí. Gaman líka að öllu laumustandinu, finna leiðir til að fela góssið fyrir þeim sem eiga að fá það, pakka því inn þannig að það er erfitt að sjá hvað það er og svo frameftir götunum. EN mér finnst rosalega leiðinlegt að standa í jólahreingerningunum, ég hef yfirleitt svo hrikalega mikið að gera fyrir jólin að ég má ekkert vera að því en samt finnst mér ómögulegt að hafa ekki hreint og fínt (og hrein sængurföt - er á nettum bömmer yfir að vera ekki með neitt hvítt á rúmið hérna). Og nú stend ég frammi fyrir nýju vandamáli - skítugum gluggum. Einhvernveginn verða gluggarnir miklu skítugari hér en heima, ég held að það sé nú ekki vegna þess að það er allt svo skvíkí klín og ómengað heima, heldur vegna þess að það er verið að gera upp kirkjuna (bloggaði um kirkjuviðgerðarslys um daginn)og það felst meðal annars í því að pússa upp steininn sem svo fýkur á gluggana mína. Ég veit ekki afhverju en ég bara meika alls ekki að þrífa þá... skil það ekki, ég var svo dugleg að pússa gluggana í Barcelona, en það var líka bara þægilegt að opna upp á gátt í hitanum... djöfull er þetta annars mikið leiðindahjal. Ég bið forláts, ég veit ekki hvað kom yfir mig.

1 Comments:

At 9:06 e.h., Blogger Sölvi Björn said...

Þetta komment er nú eiginlega hálfgert sníkjukomment, ekki kannski til þess að beina fólki frá því að kommenta hér, það myndi ég ALDREI NOKKRU SINNI GERA, en kæru vinir (t.d. Auður Rán, þín skál verður sannarlega drukkin í janúar), þið mættuð nú svosem alveg kommenta á mig líka. Jamm, segi ekki meir.

 

Skrifa ummæli

<< Home