Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, desember 19

Til hvers blogg? (svona eru jólin)

Þetta er ekki heimspekileg spurning hjá mér. Ég var að lesa bloggið mitt núna og leitaði að nýjum kommentum en það hefur ekkert gerst. Og þá fór ég að pæla í því til hvers ég væri eiginlega að blogga. Ég hef ekki sagt mörgum frá blogginu mínu og ætlaði aldrei að gera það því mér finnst ég í rauninni ekki vera bloggari, en samt verð ég alveg megasvekkt þegar það eru engin komment... þá er eins og enginn hafi lesið þetta, og ef enginn les þetta hvað er þá pointið? Ég hélt nefnilega að ég væri bara að blogga vegna Sigga því ég var alltaf að sníkjublogga á kommentakerfið hans, hafði samt enga trú á þessu. En svo er ég sennilega bara eins og hinir... ég vil að fólk kíkji inn og skrifi eitthvað til mín. Það er gaman. Það er nefnilega það sem er gaman við að blogga, það er eins og að opna jólapakka. Maður opnar síðuna sína og gáir spenntur hvað er í henni. Svo gleðst maður yfir því að sjá tölur í stað 0 í kommentakerfinu og smellir spenntur á til að sjá hver skrifaði eitthvað. Og það skiptir engu máli hvað fólk skrifar í rauninni - því það er hugurinn sem gildir!

7 Comments:

At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fattaði nú ekki einu sinni þetta með kommenntin því ég er ekki alveg komin inn í bloggið. Var rétt í þessu að segja davíði hvað mér þætti þetta sniðugt að geta lesið bloggið þitt. Þar hefurðu það! luv! En nú ætla ég út í París áður en dimmir.

 
At 4:46 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Takk Laufey mín, þetta var fallega sagt. Vildi að ég gæti farið með þér út á stræti Parísar. Kannski maður kíki á ykkur á næsta ári. hmm ha?

 
At 5:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið var nú gaman að lesa þetta allt, sérstaklega um auglýsingarherferðina hehe.... Vonandi að Sölvi sé búinn að ná sér. Ég er lasinn :-( (kvef) en líður vel :-) Garðar Thór

 
At 8:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Helga mín og takk fyrir síðustu kvölmáltíðina á Standing Order í gærkvöld. Eftir sex tíma á landinu er ég komin með skoska nostalgíu og sakna jólastuðsins í Edinborg.

Nú sit ég á kalda Íslandi umkringd skrítnum gluggum sem sýna snjó á götum og gráma í lofti sem kallast víst birta.

Sendu Sölva Soffíu kveðju mína....

nú verður setið um þig á kommenta kerfinu....


Agla

 
At 11:37 e.h., Blogger Króinn said...

Hallú. Sé að þú ert búinn að nema kúnstina við að linka í færslu. Er upp með mér að sjá að ég er fyrsti linkurinn. Er líka upp með mér að ég er uppspretta bloggsins þíns. Raunar svo upp með mér að héðan í frá mun ég aldrei halda því fram að það rigni nokkurn tíma í Edinborg, né í Skotlandi yfirleitt. Ég skal alla vega reyna...
Að lokum er ég svo upp með mér að kommentið mitt skuli standa í sömu kommentaröð og komment frá Nonna! Vó, maður. Aldrei hefði lítill drengur getað ímyndað sér þessa staðreynd þegar að hann glápti dolfallinn jólin 1988.
Líka alveg rétt með kommentin, maður er alltaf jafnglaður. Maður er svo vain.

 
At 12:19 f.h., Blogger Sölvi Björn said...

Ég tel rétt að það komi fram að HS er búin að láta í mér eins og snarvitlaus manneskja í allan dag, stríðni hennar á sér engin takmörk, og þó hef ég verið ákfalega yndislegur sambýlingur, gert allsherjartiltekt í eldhúsi, eldað dýrindis máltið, hreindýrasteik á saffranbeði, og farið í verslun eftir þeim fáu hlutum sem ég hafði ekki þegar fært henni svo ekkert skyldi hana skorta. En hún er óð, já, þessi kona er óð. Hún bítur mig.

 
At 1:46 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

What comes around goes around, bi-a-tch!

 

Skrifa ummæli

<< Home