Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, desember 18

66°Norður

Hvað er málið með þessa 66°Norður auglýsinga herferð? Á það að virka æðislega vel á mann að sjá eitthvað fólk með úldin fýlusvip í grámyglulegu umhverfi? Ég veit að það er voða vinsælt að hafa svona ólundarsvip í auglýsingum, en hann á að vera meira svona come-hither ekki þessi bitchtussusvipur sem fyrirsæturnar eru með. Sjá til dæmis hana Elínu sem er virkilega falleg kona og bara ansi skemmtileg en þarna á þessari bölvuðu mynd er hún eins og leiðindatíkin sem vinur manns er nýfarinn að draga með sér í sumarbústaðaferðir. Elín 66°N: "oh, djöull eredda lið eittvað leim, ég ætla sko ekki í neina fokkin göngu."
Í sumar var risastórt auglýsingaplakat á almenningsklósettinu á Frakkastíg við Iðnskólann með stelpukrakka sem mig langaði til að flengja og henda inn í herbergi þangað til að hún gæti hagað sér innan um fólk. Úr svipnum skein vandlætingin. 66°N krakkahelvíti: "Ég ætla ekki að fara á þetta leikjanámskeið. NEI NEI NEI! Mamma getur brennt þessa glötuðu úlpu, ömurlega hallærisleg, glætan að ég nenni að hitta *nafn* svona."
Það ótrúlegasta af öllu er að þessi herferð fékk einhver verðlaun - fyrir að "sýna vel klædda Íslendinga í þungri og hrikalegri íslenskri veðráttu." Riiiiiight

Já, ég bara varð aðeins að koma inn á þetta. En Sölvi er þunnur. Mjög. Steinar líka. Þeir sátu saman fram á morgun, Steinar lýsti þessu vel í símann áðan: "Við hengum hvor yfir öðrum eins og tveir hrægammar". Ég er ekki þunn. Vei. Enda beilaði ég á hrægammapartýinu á réttum tíma. Agla líka. Við erum eldri og þær sem vitið hafa. Ó,jájá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home