Rétt aðeins
Má ekkert vera að því að blogga en ætla bara rétt að stinga nefinu inn, annars skammar Siggi mig, en já... hvað er málið með Bobby Fischer? Bandbrjálaður maður vann einhverja helvítis skákkeppni áður en ég fæddist og þá á bara að tjalda öllu til, stofna diplómatískum tengslum í hættu og spítta í gegn um allar venjulegar reglur og aðferðir til að veita manninum landvistarleyfi. Þeir eru nú ekki alltaf jafn liðlegir...
6 Comments:
Þetta er heitt á bloggsíðunum núna. Þjóðin logar öll orðið einhvern veginn af pólitískri meðvitund. Það er að verða til ný elíta á Íslandi, bloggelítan - þeir sem orðið hafa. Eins gott að vera í henni maður. Ég hef náttúrlega alltaf verið mikill elítisti. Sjitt, annars held ég að ég hafi raunverulega verið hálfgerður elítisti í frumbernsku minni í menntaskóla. En hvað er ég annars að ræða þetta hér??? Andskotinn hafi það, ég sem bý með þér! Þetta er bara eitt stórt elítuboð, já, segðu. Ætlaði bara að stinga inn nokkrum árum til þess þú fengir örugglega komment. Ég er sjálfur alltaf að vonast til að fá komment en fólk er eitthvað hálfslappt á þeirri síðunni.
þetta átti sko að vera orðin, þjóðin orðin, og svo líka línum en ekki árum, árans, þetta er mikill línudans
Hvaðahvaða? Aldrei myndi ég skamma þig, ljúfi drengurinn sem ég er.
Hvaða elíta? Bloggelíta? Nei það er að verða til elíta af íþróttanýbúum... kallast skák ekki íþrótt? Survival of the fittest? Ætli Bobby gerist Íslendingur - nafn, anyone?
Bjartur Hafliði?
Bara gaman að sjá þetta og heyra hvernig lífið er í útlöndum. Ég er búinn að lesa þetta og finnst það bara gaman. Svo þú getur haldið áfram að blogga! Ég skal segja öllum sem ég þekki frá þessu!
Skrifa ummæli
<< Home