Heim á þrettándanum
Við Sölvi förum ekki heim um jólin, við ætlum að tékka á skoskum jólasiðum og demba okkur í víðfrægt áramótapartý hérna í Princess Street Gardens. Við sendum öllum auðvitað jólakveðjur og áramótastuðbolta.
Hinsvegar ætlum við að fara heim á þrettándanum og staldra við í nokkra daga eða til 18. janúar. Hún Ásta ætlar að leyfa okkur að vera í glænýrri íbúð sinni á Hofsvallagötunni. Það verður gaman að sjá þá sem enn verða á landinu.
Dem! Fór út með ruslið í morgun áður en ég fór að sofa það hafði nenfilega safnast upp á meðan familían var hér. Þetta er gallinn við að búa í elsta hluta borgarinnar - það eru engir ruslagámar þannig að maður verður að setja ruslið út milli 9-10 á þriðjudögum og fimmtudögum, svo kemur ruslabíll að ná í það. Eitthvað virðast þessir dagar þó vera á reiki því að það má sjá ruslapoka við gangstéttarbrúnina flesta virka daga, eins og í morgun. Ég prísaði mig sæla, fór í kápu yfir náttfötin, smellti mér í inniskó og dröslað 3 ruslapokum niður í lyftunni og út sundið á stéttina. Fór svo inn að sofa helvíti ánægð með mig. Hvað haldiði? Mér verður litið út um gluggan um þrjúleytið (þegar ég vaknaði)og þá er búið að taka allt rusl nema pokana mína þrjá og svei mér þá ekki ef bölvaður Skotinn sé ekki búinn að setja miða á þá! Nú er ég í kvíðakasti og veit ekki hvað ég á að gera - fara út ná í ruslið? Horfa þá allir á mig með svona "Oooh, luk there's a wee li'l litterbum"? Og ef ég læt mig hafa það, hvað á ég þá að gera við ruslið sem er búið að standa þarna í rigningunni? Pirringurinn í mér bendir til þess að ég sé á höfnunarstigi kúltúrsjokks.
4 Comments:
,,...hvað á ég þá að gera við ruslið sem er búið að standa þarna í rigningunni?" Sjáðu bara, Edinborg er víst bara víst niðurrignd borg! (skrifað með stríðnisglott á vör)
Já ég sagði ekki að það rigndi aldrei í Edinborg, ég sagði hinsvegar að það rigndi meira í Róm. Það hefur reyndar brugðið svo við að það hafa komið smá skúrir í eftirmiðdaginn síðustu daga... ég veit nú ekki betur en að það sé allt á kafi í snjó þarna í Stokkhólmi og snjór er nú bara frosin rigning.
Já, neinei! Það ER alltaf rigning í Edinborg! Heldurðu að ég viti það ekki? Í Stokkhólmi leysti hins vegar snjó fyrir heilum þremur vikum síðan og síðan hefur hér ríkt vor. Maður bíður bara eftir að páskaliljurnar fari að springa út og brumknapparnir skjótist fram á trjánum. Sjálfur er ég til dæmis að jóðla á mig sólarolíu í þessum töluðum orðum, verandi í stuttbuxum og aðsniðnum hlýrabol. Hitinn, maður minn, hitinn!
Ég sé hérna á veðurlýsingu á netinu að veðrið í Stokkhólmi er NÁKVÆMLEGA eins í dag...
Skrifa ummæli
<< Home