Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, desember 9

Heimsókn

Pabbi, mamma og Einar bróðir(leikari, mjög góður og þægilegur í umgengni - vantar vinnu. Áhugasamir hafi samband) komu í dag. Dauðuppgefin enda komust þau ekki í að pakka fyrr en eftir miðnæti vegna símhringinga og gestagangs. En þau pökkuðu vel. Palli Vals hinn frækni útgáfustjóri MM og vinur minn sendi mér fullt af skemmtilegu lesefni, þar á meðal bókina hennar Auju og Bítlaávarpið eftir Einar Má. Bjartsmenn sendu mér síðan Samkvæmisleiki eftir Braga og Börnin í Húmdölum - splatterinnpúttið í íslenskar bókmenntir, að mér skilst. Þannig að nú get ég loksins tjáð mig af einhverju viti um þessar tilnefningar - ef ég nenni...
Við fórum í stuttan göngutúr, fengum okkur eina pintu og keyptum nokkrar jólagjafir en síðan ákvað fólk að leggja sig. Mamma og Pabbi voru reyndar að skríða fram þannig að ég ætla að hætta að nördast á netinu og sinna familíunni ... Bush segir að það sé mikilvægt að sinna familíunni, hugsanlega það eina gáfulega sem hann hefur ælt út úr sér um ævina. Svo verð ég að fá Sigga til að kenna mér að linka...

1 Comments:

At 9:00 e.h., Blogger Króinn said...

Ekki gera neitt sem Bush segir þér að gera. Þetta byrjar allt saman með fikti. Þar að auki lýgur Bush pottþétt, uppeldið á tvíburadætrunum heppnaðist alla vega ekki betur en það að nú eru þær víst báðar orðnar repúblíkanar, legg ekki meira á þig. Já, ég segi það satt! Þannig að eitthvað brást.
Annars hlakka ég til að upplifa það í fyrsta skipti í lífi mínu að vita eitthvað meira um tölvur en einhver annar þegar sú stund rennur upp að ég kenni þér að linka. Með þessu áframhaldi þá gæti ég farið að bjóða upp á kúrsa í ökukennslu og ratvísi og kennt þar einhverjum þeim eina manni í heiminum sem er lélegri í þeim fögum en ég.
Bið annars að heilsa Manna/Anakin og Sveini og Sigríði á Möðruvöllum (smá svona Nonna og Manna-nördavísun).

 

Skrifa ummæli

<< Home