Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, desember 6

Uppgjöf

Ok ég gefst upp. Ég verð bara að hætta þessu sníkjubloggi - ætlaði að leggjast á bloggið hans Sölva með sníkjubloggi á kommentið hans, lenti í einhverjum bölvuðum vandræðum þannig að ég ákvað bara að játa mig sigraða og ganga í lið bloggaranna. Ég er líka alltaf síblaðrandi, eins gott að veita því einhverja leið, það er ekki hægt að leggja það eilíflega á aumingja Sölva að meðtaka og bregðast við munnræpunni í mér (þú hlustar aldrei á mig! blablabla). Já, þannig að ég hef innreið mína hér á blogspot punktur com (hver kom? haha...dísös - æ ég er stundum svolítið mikið ein) enda nýbúin að ljúka við langa þýðingu. Þarf ég að segja eitthvað meira? Gæti svosem farið út í George Michael umræðuna og hvað mér finnst mikill viðbjóður að kommersjal batteríið sé orðið svo allsráðandi að listamenn megi ekki einu sinni gagnrýna yfirvöld lengur en ég er eiginlega bara ekki í stuði... ég var nefnilega að fá sorglegar fréttir að heiman og held að ég láti háhestinn bíða aðeins.

2 Comments:

At 1:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey hó..

Þú ert þá dottinn í heim tölvunördans eða netnördans.. Og ég svo sem líka. Ég er jú að skrifa komment.. hehehe...

Eigi skal yfir rautt ljós aka...

Ég kvef..

Einsi Bró

 
At 2:39 e.h., Blogger Króinn said...

Hah! Ég fann bloggið þitt í fyrsta giski. Ég er svo spenntur að skrifa á það komment að ég geri það áður en ég les nokkuð á blogginu þínu. Ég á líka að vera að læra. En ég hugsa mér gott til glóðarinnar að lesa það sem fólk er að gera og segja skemmtilegt í Skotlandi. Svo skal ég kenna þér að linka, eins og ég lofaði mín megin bloggsins.
Til hamingju annars og velkominn í hóp blogg-gíganna.
;)

 

Skrifa ummæli

<< Home