Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, mars 30

Eldri

Í dag er ég eldri en ég var í gær - auðvitað er það staðreynd hvers dags - en í dag á ég afmæli. Ég er 35 ára. Eftir að hafa kynnt mér málið yfir morgunkaffinu hef ég komist að því að ég er ekki miðaldra enn, að minnsta kosti ekki sem Íslensk kona. Meðal ævialdur íslenskra kvenna er 82 ár sex mánuðir og tveir dagar. Í Andorra - sem er hérna steinsnar frá - er meðalaldur kvenna 86 ár 2 mánuðir og 3 dagar.
Ég hélt nefnilega að ég væri kannski orðin miðaldra og ætlaði að fara að finna mér konubuxur í konubúð til að halda upp á það. En aðeins í Hondúras, Írak, Belís, Aserbadjan og Túvalú væri ég komin á miðjan aldur. Ég hef aldrei komið til þessara landa og efast um að ég geri það nokkru sinni. Í Tanzaníu, þar sem ég ólst upp, væri ég óver ðe hill, konur þar lifa lengur en karlmenn (konur gera það almennt um allan heim) en mega kalla sig góðar ef þær verða eldri en 53 ára. Í Svasílandi væri ég öldungur, þar hrekkur fólk upp af laust upp úr þrítugu.
Þetta er sem sagt allt saman afstætt, því eins og maðurinn sagði: I was so much older then - I'm younger than that now.

4 Comments:

At 1:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Dínó,
kv.pv.

 
At 4:40 e.h., Blogger Laufey said...

elsku helgasoffía, tilhamingju með ammlið, fallegri tala en 34 ára, það eitt er víst, þetta er bara fjandi góð tala þó ég hafi ruglast þegar ég setti saman boðslista í ammlið mitt um daginn og skrifaði 30. njóttu dagsins! Laufey.

 
At 11:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

elsku HelgaSi! Hjartanlega til hamingju með afmælið og góðu töluna, vonandi skálaðir þú í einhverju sem er fallegt á litinn og naust dagsins. knús og kossar frá Línu, Davíð og Áróru

 
At 9:17 f.h., Blogger hosmagi said...

Síðbúnar hamingjuóskir til þín Helga mín Soffía. Hér var líka afmæli, en bara 3ja ára. Allt gott héðan af okkur Rækó.

 

Skrifa ummæli

<< Home