Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, mars 20

Sól, fáránlegt gengi og kuldakast

Hejsan. Evran fór upp í 128 kr. í gær akkúrat þegar Sölvi var að taka út úr hraðbanka. Ég tók svo út pening 5 mín. seinna og þá var hún komin í 123. Auðvitað dugði þetta til að eyðileggja daginn fyrir Sössa Bjössa, enda orðinn hundleiður eins og við öll hin á þessu fáránlega jójói. En í dag er sól. Ég hef samt kveikt aftur á rafmagnsofnunum því að kuldakastið sem þeir spáðu spámennirnir er komið. Hitinn er svona um 14° C sem fólki í vonskuveðri í Atlantssjó þykir kannski bara fínt - en hér er manni hálfkalt, bæði vegna þess að það er engin kynding í húsum en líka vegna þess að það var orðið svo andskoti hlýtt og gott hérna og viðbrigðin því nokkur. Ég fór annars að lesa gamalt skotablogg í gær í leti minni og skammaðist mín ógurlega, stafsetningavillur galore og oft alveg stóreinkennilegar setningar. Samt gaman að geta flett svona aftur í tímann aðeins - plúsinn við bloggið er að það er ekki eins deprimerandi og dagbókarfærslur... persónulega held ég að ég skrifi aldrei í dagbók nema þegar ég er deprimeruð eða angurvær - ojojojojojojoj. Muna: brenna deprimerandi dagbækur í sumar.
Bæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home