Páskar II
Butifarra á grillið, Bloody Mary í glösin, hvítar baunir með hvítlauk, íslenskt lamb með kartöflumús með Dijon. Kaffi, rauðvín, te og ananas. Spilað út á svölum í sólinni, rætt um flugvelli í borgum, flughraða ýmissa véla og húsnæðisástand vina og vandamanna. Ég og mamma höfum enn ekki farið út úr húsi. Far og Sölvi fóru út að kaupa bjór fyrir svona 2 tímum, mig grunar að þeir hafi ákveðið að drekka einn úti á bekk. Nema þeir hafi fundið fótboltaleik.
3 Comments:
Þetta hljómar allt svo yndislega, yndislegra með hverjum degi sem líður. Bið að heilsa ykkur öllum og vildi bara helst vera memm!!!
viljiði drekka með mér kaffi á mánudaginn á milli flugferða (rvk-barcelona / barcelona - bologna). bekve,agla. (ps. ég finn ekki númerið ykkar, senda mér núna já takk!)
og lesa emailinn sinn þinn!
Skrifa ummæli
<< Home