Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, mars 10

Mánudagsskjall: Sigurður Ólafsson bestur

Sigurður Ólafsson hefur löngum verið þekktur fyrir drengskap sinn og hugprýði. Hann er einkar dagfarsprúður og ljúfur, góður við gamalmenni og börn og sannkallaður séntilmaður við konur. Gáfur hans eru annálaðar, og þá ekki eingöngu bókvitið heldur einnig brjóstvitið, enda kunna vinir hans vel að meta ráð hans og mælsku. Sigurður er þar að auki myndarlegur maður og hefur gengið undir ýmsum nöfnum þar af lútandi víðsvegar um heim, í hinum spænskumælandi heimi til dæmis er hann jafnan kallaður El Guapo sökum haukfrárra augnanna og klassískrar beinabyggingar. Sigurður er sérlega vel lesinn og vel að sér í flestu. Hann er umburðalyndur án þess að vera laus við gagnrýnisauga, enda er hann skynsamur með afbrigðum. Þrátt fyrir skynsemi og áreiðanleika sinn kann Sigurður aldeilis að sletta úr klaufunum og er hann jafnan hrókur alls fagnaðar þar sem hann kemur, leiftrandi húmorinn og góðlátlegt glottið aldrei langt undan. Þessir mannkostir Sigurðar hafa skilað honum mörgu, þar á meðal sérlega fallegri og gáfaðri konu sem hann á með dótturina Helgu (fjarskalega fallegt nafn á fallega stúlku) sem líkist foreldrum sínum í einu og öllu. Hefur margur haft orð á því hversu einkar vel upp alin stúlkan er og skal engann að furða.
Sigurður Ólafsson er töff. Sigurður Ólafsson rúlar. Skál fyrir Sigurði Ólafssyni.
Og þetta er allt satt. Ég kríta undir þetta hvenær og hvar sem er.

5 Comments:

At 11:13 e.h., Blogger Króinn said...

Ef ég væri fúlt íslenskt karlpungagamalmenni þá myndi ég bæla niður tilfinningar mínar og hnussa: Oflof er háð!

En það geri ég ekki. Hjarta mitt tekur kipp og ég gengst við tilfinningum mínum og nánast klökkna við þessa fallegu ræðu. Spegla svo bara allt sem þú sagðir.

Tak, skat.

 
At 1:19 f.h., Blogger Asta said...

Mikið var þetta fallegur pistill um stórmennið Sigurð Ólafsson. Röggsamir snailmailsendarar eru vissulega gleðigjafar og eiga allt gott skilið.

 
At 1:33 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Já, en þetta er alls ekkert oflof, það hefði verið hægt að segja svo miklu miklu meira en það fór bara að sjóða upp úr hjá mér á eldavélinni.

 
At 7:30 f.h., Blogger Króinn said...

Helvítis eldavél, maður!

Sjálfsagt hefði ég reyndar ekki haft gott af meiru. En ég vaknaði með bros á vör í morgun, enn að nærast á lofræðunni fallegu.

Spurning hvort ég setji þig ekki á meðmælaskrána mína á CV-ið þegar ég fer að leita mér að vinnu í vor?

 
At 10:09 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Jú, þú getur t.d. bara koppípeistað þetta í það.

 

Skrifa ummæli

<< Home