Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, mars 21

Föstudagurinn langi/góði

Föstudagurinn langi heitir Good Friday á ensku - og góður er hann því mor og far koma í kvöld. Þá verður gaman. Þá verður fiesta, folks. Spánverjar eru mjög fiestaglaðir og virðast grípa hvert tækifæri sem gefst til að taka sér frí í vinnunni, klæða sig í múnderingar og henda karamellum hver í annan. Heyrist samt ekki múkk í þeim núna. Ætli þeir séu að ausa yfir sig ösku og skammast sín fyrir að piltur frá Nasaret hafi verið negldur upp á kross fyrir rúmum 2000 árum? Sé á mogganum í dag að snillingar á Filipseyjum eru að gamna sér við það að láta krossfesta sig og hýða. Dísús kræst, segi ég nú bara. Ég ætla að láta nægja að fá mér kaffi úti á svölum og brosa framan í sólina sem blessar allt og gæti ekki verið meira sama um það hvort menn krossfesta sig eða aðra.

1 Comments:

At 2:04 e.h., Blogger Króinn said...

Sannast hið fornkveðna: Því minni trú, því meiri helgislepja yfir svona hátíðum. Dagurinn er til dæmis óbærilega leiðinlegur hér nú í Danaveldi (sem og annars staðar á Norðurlöndum). Enda eru Danir púrítanar.

 

Skrifa ummæli

<< Home