Sniglapóstur
Ásta sendi sniglapóst! Vei! Kort með gríni - fáráðsgríni sem gleður mig fáráðinn - og langt bréf um glamúrlíf í Edinborg og glamúrús ferðaassessorís. Að sjálfsögðu þýðir þetta að hún hefur unnið sér inn Mánudagsskjall og áhugasamir get kíkt hingað inn eftir helgi. Annars erum við SB (lesist Sölvi Björn ekki subb) að steikja 15 lauka. 15 lauka á 15 hamborgara. Vonumst eftir sól á morgun og að Mistral-vindarnir hafi sig hæga milli 1-3.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home