Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, mars 18

Pirr dagsins eru þrjú

1. Ráðamenn þjóðarinnar: svar þeirra við efnahagsfokkinu er að bíða þangað til að þetta lagast. Eins gott samt að þessir bjánar eru ekki í slökkviliðinu.

2. Tónlistarfastistar: fólk sem finnst það alltaf hafa miklu betri tónlistarsmekk en allir aðrir og skiptir sér sífellt af þeirri tónlist sem verið er að spila hvort sem þeir eru gestgjafar eða gestir hjá öðrum. Skilur oft eftir sig geisladiska um allar jarðir í æsingnum.

3. Ryksugur: leiðindatæki, hávær og óþjál. Vil fá ryksugu sem er eins og bakpoki sem maður getur sett á bakið á sér... og sem malar eins og köttur eða kurrar eins og hrjótandi broddgöltur... og er þráðlaus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home