Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, mars 12

107 kr fyrir evru

Við fengum okkur kaffi á svölunum, croissant með súkkulaði, brauð með jamon serrano og nýkreistan appelsínusafa. En það dugði ekki til. Það er ekki hægt að vera hress þegar leigan hjá manni hefur hækkað um 23þ krónur eingöngu vegna þess að íslenska krónan er skítseiði, það þarf 107 skítseiði til að búa til eina evru. Deprimerandi. Mjög deprimerandi. Fyrir nokkrum vikum sagði Tóti brandara. Reyndi að ljúga því að okkur að evran væri komin í 115. Við trúðum honum ekki. En hann sagði: sjáum hvað þið segið eftir nokkrar vikur - þá verður þetta ekki ótrúlegt.
Og ekki heldur fyndið, segi ég. En veðrið er ágætt. Það er gott.

3 Comments:

At 2:08 e.h., Blogger Asta said...

Það lítur út fyrir að spádómar Tóta gæti ræst. Bráðum verður Evran 115 kr og pundið 150.

Aaaarghh!

 
At 8:20 e.h., Blogger Króinn said...

Eigum við að segja fyrir eða eftir helgi í 115? Fór í 111 í dag en er nú í 109.
Þetta er allt á blússandi ferð til helvítis.

 
At 10:46 f.h., Blogger Króinn said...

...það gerðist sem sagt eftir helgi: 117!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home