Ekki fá grillur yfir grjótinu mínu
Það er eitthvað búið að taka sér bólfestu undir vinstra herðablaðinu á mér. Mjög vont. Ég hef reynt að ropa, teygja úr mér, hanga, liggja, hoppa og anda djúpt en þetta haggast ekki. Það kommentar enginn lengur á þetta blogg. Það er leiðinlegt - ég hef áður sagt hversu barnaleg ég er: nenni ekki að blogga þegar ég fæ ekkert fídbakk.
Ég er með Jenny from the Block á heilanum: Don't be fooled by the rocks that I got; I'm still I'm still Jenny from the block, used to have a little now I have a lot but I know where I come from. Æðislegt. Rosalega gott að vinna þegar þetta helvíti sönglar í hausnum á manni á replay.
Komst að því að thaibuxurnar mínar sem ég tók miklu ástfóstri við á Indlandi hafa hlaupið um 10sm í þvotti.
Þarna er ég á bazaar í Jaipur, veit ekki hvað er með þessa pósu, Miss Tyra myndi slá mig utan undir og svo faðma mig (atleast I'm showing neck) en þarna eru umtalaðar brækur, og hanga niður við ökkla, í dag eru þær á miðjum kálfa hér um bil. Skelfilegri útskýring á þessu gæti verið að buxurnar hafi ekki hlaupið heldur að ég hafi hlaupið í spik á Spáni. Það væri alveg til að toppa daginn hjá mér.
5 Comments:
Ég er búinn að vera með Madness á heilanum í allan dag. Það er nú ekki svo slæmt.
I mean that's just crazy! Pure Madness!
Kannski ertu bara komin með lengri lappir. Aldrei að vita hvenær maður tekur vaxtarkipp :)
Getur þú ekki sett í strekkjara fást þeír í spánska Byko.
Söngvarinn á afnmæli í dag fór aftur til London í dag.Dótið úr herberginu mínu koið í bíl EÖ allt til bókta. Hf hefur það svínslegt, En skánar með hverjum degi,
kram og knús
....no matter where I go, I know where I came from....
lalala, nú er ég líka komin með þetta á heilann, skammastu þín kona!
Skrifa ummæli
<< Home