Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, apríl 24

Íslenskur lopi, frönsk á


Ég lofaði mynd af Sölva í peysunni við Signubakka, fann ekki betri myndir en þessar, reyndar er hann með uppbrettar ermar og með sólina á bak við sig þannig að peysan sést voða lítið - en það sést þó að þetta er alvöruflík. Sko strákinn.

2 Comments:

At 11:05 f.h., Blogger Króinn said...

Sést vel ef maður klikkar á myndirnar, þá fær maður fullan skjá. Flott peysa, ekki myndi ég nú treysta mér í meira en trefil með garðaprjóni (eða hvað þetta hét nú sem maður lærði í handmennt í barnaskóla).

 
At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Helga.

Mikið er peysan hans Bjössa þíns falleg, sannur handverksmaður sem þú hefur valið þér.
Það var nú dáldið halló að vera á spáni á sama tíma og þú og hittast ekki. Mér fannst oft eins og ég væri komin til gömlu góðu Barselónu þarna í Madrid, stemmningin í borgunum dáldið svipuð. Við vitum nú samt að Barselóna er miklu betri ;)
Heyrðu, í ár eru það við sem tökum að okkur að mæta til Íslands 7. júní, þannig að þú getur vel farið heim aðeins fyrr en þú ert vön. Hlakka mikið til að hittast.

Ha det godt.
Godzila

 

Skrifa ummæli

<< Home