Festiu
Í dag er bókadagur hér í Katalóníu - St. Jordi. Þá eiga konur að gefa mönnum bækur og menna ð gefa konum blóm. Dæmigert - hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna... en á þessu heimili er þessu öfugt farið og á meðan Embla gaf bónda sínum rós þá gaf hann henni doðrant og mér lítið listaverk í bókarformi. Úlfur fékk bók um lítinn karl sem er prumpað úr beljurassi. Myndin hér er úr stjörnuathugunarstöð Maharajans í Jaipur. Hann var sniðugur karl.
1 Comments:
Það var heljarinnar bókanótt líka í Madríd í gærkvöldi. Rosa stuð. Reyndi að gamni að stinga gamla spænska kortinu mínu í símann eftir fimm ára hvíld og hringja í spænska númerið þitt sem þá poppaði upp. En það virkaði auðvitað ekki. En hefði verið gaman.
Hlakka til að lesa færslurnar hér að neðan í fyrramálið (ferðaþreytan kallar mann í bælið).
Skrifa ummæli
<< Home