Hengirúmið hennar Silvíu
Ég er í íbúðinni hennar Silvíu vinkonu sem skrapp til Cordoba um helgina. Hún á hengirúm úti á svölum sem kallar á mann og truflar mann við vinnu. Ég er nokkuð stolt af mér að láta þetta sírenukall sem vind um eyru þjóta og sit nú sem fastast við borð inni í stofu að þýða Sandy karlinn, fer svona einn rúnt á netinu þegar hávaðinn í hengirúminu er sem mestur. Annars er sumarið bara komið í Barcelona, sól og tuttugu stig, ég er að venjast loftslaginu smám saman en sit samt vafin í pashminu enda meira en tuttugu stiga munur á Indlandi og Spáni núna. Það verður ágætt að fá smá sumar - fara á ströndina og kannski jafnvel í sjóinn - áður en maður heldur heim á gamla Ísland þar sem maður veit aldrei á hverju er von veðurfarslega. Ég er enn ekki komin með miða heim en Klara benti mér nú á það í fyrra að ég hef komið heim 7. júní síðastliðin 3 ár. Ég geri ráð fyrir að koma eitthvað fyrr heim núna, en maður veit aldrei. Ég ætla að minnsta kosti að bíða hér eftir Sölva sem kemur eftir 3 vikur. Í millitíðinni ætla ég í spænskunám og líkamsrækt, en maður gerir ekki alltaf það sem maður ætlar hérna á Spáni, það tekur allt einhvern veginn svo langan tíma.
Ég skammast mín: ég er búin að borða heilan poka af gúmmíböngsum síðan í gær. Viljastyrkurinn er ekki meiri en þetta, en kannski er söngur gúmmibangsa sterkari en hengirúms. Kannski er þetta eitthvað grasekkjusyndróm, 150 gr. af gúmmíböngsum til að slá á söknuðinn eftir Bjössa. En að öllum líkindum er þetta bara blanda af taugaveiklun og græðgi.
3 Comments:
klukkan er átta. Á Borrell 35 er kjúklingur í ofninum og kaldur bjór í ísskápnum ef þú villt taka pásu :)
Gracias, en there's no rest for the wicked. Sjáumst á morgun.
Hei, átt þú eins bol og ég? Helga kúkaði bigtæm á minn um daginn. En hann stóðst það. Gott í þessum bol.
...og þar með held ég að ég sé búinn að kommenta á hverja einustu af þessum nýju færslum frá þér.
Skrifa ummæli
<< Home