Leyni-þjónustan
Í París má finna veitingastað sem er rekinn af blindum. Þar er niðamyrkur og sjáandi og ósjáandi flykkjast þangað til að borða mat sem enginn sér. Eigendurnir græða á tá og fingri. Mér datt í hug, sökum umræðu um spíóna hér að neðan, að stofna veitingastað með leyniþjónustu. Þar munu þjónar stelast til að afgreiða kúnnana, lauma veitingunum á borðið svo lítið beri á. Ég mun ábyggilega græða á tá og fingri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home