Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, apríl 28

Engin mynd í dag

Í dag er ég aftur komin upp í Poble Sec, en hér var ég einmitt síðustu helgi, í íbúðina hennar Silviu. Silvia segist vera þýðandi eins og ég og er víst óskaplega bissí og fannst tilvalið að við værum bissí saman. Mér fannst það sniðug hugmynd þar sem að Úlfur litli er með vírus og er með nettan kofahita á Borrell. Ég er samt ekki viss um að S. sé þýðandi, mig grunar að hún sé njósnari - svona eins og Sidney Bristow, ég hef margt fyrir mér í þessu, ekki síst að síðast þegar ég var hér og fleygði mér í hengirúmið á terrössunni þá hringsóluðu 2 þyrlur yfir húsinu. Hmm. Spennandi. OOX skaust í búðina - riiight, er ábyggileg að droppa upplýsingum í ruslafötu og koma í veg fyrir úraníumsmygl til Írans en ég læt eins og ekkert sé, annars gæi farið illa fyrir mér sjálfsagt.

3 Comments:

At 10:30 e.h., Blogger Króinn said...

Ég hef þig nú eiginlega frekar grunaða: Flakkandi milli Skotlands, Parísar, Indlands, Spánar, Skotlands aftur og endar svo á einhverju bigtæm skoti uppi við Jökulsárlón í sumar. Og Sölvi er sæti fylgisveinninn.
Leiknum er lokið, frú Bond, þér hafið opinberað dulargervi yðar.

 
At 10:25 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Einmitt um það leyti sem ég komst að þessari niðurstöðu um Silviu aka Xati, var ég spurð af vinkonu minni Siu í Tanzaníu: Helga, are you a spy? En það meikar nó sens at ol, fyrir hvern ætti ég að vera að vinna, Björn Bjarnason?

 
At 11:12 f.h., Blogger Króinn said...

Jájá, hlaupin í sjálfsvörn og allt: Greinilega spæjari.

 

Skrifa ummæli

<< Home