Melantónin og kvíðakast
Svefnvenjur mínar eru fáránlegar og hafa lengi verið það. Ég hélt nú að ég væri loksins búin að höndla tiltölulega normal sólarhring en um leið og hann Sölvi minn fer frá mér þá fell ég aftur í snartruflaðar svefnvenjur. Ég sofna þegar aðrir fara á fætur og vakna um miðjan dag. Píni mig reyndar oftast á fætur hálfeitt - eitt, í þeirri veiku von að ég nái að sofna snemma (fyrir 3). Í fyrradag ákvað ég að nú væri nóg komið og fékk því melantónin (melatónin?) frá US of A hjá Auði Rán til að koma þessu í lag. Ég tók eina kl. 2 (hafði verið á bar að halda upp á afmæli frk. Ástu) og las svo eitthvað þangað til að mér fannst ég mögulega geta sofnað, leit á klukkuna og hún var nýslegin 3 (vei!), slökkti ljósin og sofnaði. Ég vaknaði svo reglulega til að athuga hvort þetta væri ekki alveg ábyggilega að virka. Þegar klukkan hringd í morgun, ákvað ég að snúsa svolítið því að það var ískalt. Á milli snúsa sofnaði ég en vaknaði alltaf með nýjar og nýjar áhyggjur við hvert væl í klukkunni. ZZZZbíbíbískatturZZZbíbíbíþakiðZZZZbíbíbíbíZZZbíbígasreikningurinn...
Ég svaf til 13:20. Men! Melantónið virkar sumsé en ég kemst ekki á fætur því að ég er fáránlegur kvíðasjúklingur ... er ekki til pilla við því?
prófa aftur í kvöld, því eins og maðurinn sagði: if at first you don't succeed, try try again, Mr. Kit.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home