Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, janúar 27

Titringur

Í dag fengur sumir umslag með gleðifréttum eða sorgartíðindum. Það var sem sagt verið að úthluta listamannalaunum. Hingað barst ekkert umslag. Heldur ekki í fasteignina á Njálsgötunni. Því verður skáldið á Gotlandi að titra og skjálfa fram á mánudag þegar nöfn þeirra útvöldu birtast á netinu. Ég er svo meðvirk (og meðblönk) að ég titra og skelf skáldinu til samlætis.
Ég ætla að bregða undir mig betri fætinum (sá hægri, því að hann er lengri og það eins með leggi og frí - því lengri, því betri)og dansa burt stressið á Burn's Night Ceilidh á laugardaginn. Haggis, viskí og trylltur dans ... (hmm, þetta minnir mig á íslenskt popplag sem mér finnst leiðinlegt eitthvað elegans, stíginn trylltur dans, lifað og leikið, búin að reyna allt sem má...???? Andrea Gylfa???).
En nú er það kaffi sem mig vantar. Strong ínöff tú dífend itself. Um að gera að bæta aðeins i skjálftann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home