Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, janúar 18

Espresso Mondo

Nú sit ég inni á kaffihúsi rétt hjá heimili mínu sem er alveg eins og sett í sittkomi. Mér finnst ég alltaf eiga að koma askvaðandi inn, henda mér í sófa (við hliðina á vinum sem eru eins og mubblur á kaffihúsinu) og segja eitthvað eins og: You just wouldn't BE-LIEVE the things I had to do to..... eða: Can anyone tell me just WHY eitthvað eitthvað (ég myndi auðvitað tala ensku því að sittkom eru alltaf bresk eða bandarísk). Ég kem hingað stundum með Ástu að lesa blöðin og drekka kaffi og oft á tíðum erum við ansi sittkomlegar í samræðum, oft bara nokkuð fyndnar... verst að ég man ekki eftir neinu akkúrat núna í augnablikinu til að endurtaka. En ég get sagt ykkur það að ég var að uppgötva að ég er með veikleika fyrir söngvurum með syfjulegar raddir. Ég áttaði mig á því núna vegna þess að Coldplay er í græjunum og þótt ég hafi aldrei fundið þörf hjá mér til að kaupa disk með þeim þá finnst mér notalegt að hlusta á Chris Martin raula í bakrunninum. Hér er listi af nokkrum syfjuröddum:
1. Bono
2. Johnny Cash
3. Kris Kristopherson (Sunday Morning Coming Down... snilld snilld)
4. Stuart Staples í Tindersticks
5. Mugison
6. Leonard Cohen
7. Thom Yorke
8. Luz (söngkona, t.d. á sándtrakkinu á Háir hælar e. Almodovar)
9. Rufus Wainright
10. Chris Martin

4 Comments:

At 10:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alveg rétt hjá henni Helgu minni, kaffihúsaferðirnar okkar eru pjúa sittkommóment. Mikið af samræðum okkar leiða af því sem við lesum í breskum dagblöðum. Þau innihalda mikið af skemmtilega undaregu stöffi til að hugleiða. Þessir Bretar eru klikk!

 
At 10:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vúbbs...pjúra, ekki pjúa

 
At 10:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

og svo halda þessar samræður áfram á netinu - ég veit ekki hvort þetta er efni í sitt komm - kannski óraunveruleikaþátt

 
At 6:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég fer á kaffihús á hverjum degi hér uppi í Tromsø ... andrúmsoftið á e.t.v. meira við sjitt komm en sit com, en það er nú bara af því að það er svo mikil palatalisering í tromsømállýskunni .... sjitt hvað þetta var nördalegt ...

 

Skrifa ummæli

<< Home