Ég er ekki rasisti en ...
Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessa setningu fyrst þegar ég flutti til Íslands frá Tansaníu. Fólki fannst eins og það þyrfti alltaf að viðra sína fordóma við mig þegar það vissi að ég hafði búið í "svörtustu Afríku". Svakalegasta botn í þessa setningu heyrði ég þegar ég var að horfa á box þar sem annar keppandinn var hvítur en hinn svartur og þekktur íslenskur boxlýsandi sagði: "Ég er ekki rasisti en ... mér líður eins og það sé verið að lúskra á syni mínum." Svarti keppandinn var sem sagt að rústa þeim hvíta.
En nú er komið nýtt spinn á þetta. Di Canio fyrirliði Lazio var dæmdur í keppnisbann og fjársektir fyrir að heilsa að fasistasið eftir leik. Hann er orðlaus yfir þessu: "Ég er fasisti, en sýni engum kynþáttafordóma ... ég [er] alls ekki að hvetja til ofbeldis, og enn síður til kynþáttafordóma."
Einmitt. Ég er fasisti en ...
Fyrir uppátækið fékk hann ekki nema eins leiks bann. Skerí. Í blaðinu í gær var grein um uppgang nýnasista í Bandaríkjunum og Evrópu og í blaðinu í dag var grein um að nasistar í Austur-Evrópu séu að gíra sig upp í að ráðast á svarta leikmenn á HM. Ég er ekki á móti skoðanafrelsi en ...
12 Comments:
Já, þetta með að vera fasisti en vera samt sko ekki kynþáttahatari er með því besta sem maður hefur heyrt. Um hvað snýst fasismi annað en að vera kynþáttahatari?! Sýnir kannski best hversu gáfnafar og knattspyrnuhæfileikar haldast yfirleitt illa í hendur.
Já, lítið í hausnum en því meira í löppunum.
Ekki það ég ætli að fara að halda uppi vörnum fyrir fasista - þá er það náttúrulega ekki samheiti fyrir rasista þó það vilji fara saman. Það eru t.d. svertingjar í Le Fronte National með Jean Marie Le Pen í Frakklandi. Fasistar skilgreina sig miklu frekar eftir þjóðríki en kynþætti - þjóðernissinnar frekar en kynþáttahatarar eða rasistar. Þannig eru svertingjarnir í Le Fronte National Frakkar í margar kynslóðir sem líta niður á innflytjendur af öllum kynþáttum (og þó sérílagi fátækari innflytjendur, eins og gengur og gerist í þessum heimi).
Ég ætla ekki að halda uppi vörnum fyrir fasista en ... ;)
Innflytjendur í FN í Frakklandi eru nú fyrst og fremst einhver hluti íbúa Marseille sem eru hraeddir um ad missa vinnuna sína til ólöglegra innflytjenda medal landa sinna.
Hins vegar getur blöökufólk líka verid rasistar og thvi veik rök ad halda thvi fram ad einhver adskilnadur sé á milli fasisma og rasisma af thvi ad blökkufólk getur lika verid haldid rasisma.
Og FN er rasistaflokkur sem skilgreinir hvita kynstofninn sem aedri - ef thad vefst fyrir einhverjum.
Það sem ég var að benda á var ekki að svertingjar gætu ekki verið rasistar - heldur að það væri ólíklegt þær væru mótfallnir eigin kynþætti. FN er fyrst og síðast flokkur róttækra þjóðernissinna - og hafa boðið fram menn af ólíkum kynþáttum, sem gefur ekki sérlega mikið til kynna að þeir skilgreini sig frekar eftir kynþætti en þjóðerni.
Það er svo ekki rétt að tala um að innflytjendur séu í FN - enda eru þeir það ekki. Það eru hins vegar svartir Frakkar í FN sem hafa jafnvel aldrei flutt neitt, hvorki inn né út, sem er annað en að vera innflytjandi.
Og svo ég bæti því við - ég er ekki að segja að það séu ekki rasistar innan FN - sjálfsagt eru þeir þar - en staðreyndin er hins vegar sú að flokkurinn gengur út frá þjóðerni en ekki kynþætti, og benda á að þó kynþáttahyggja og þjóðernishyggja eigi marga skurðpunkta, þá er þar ekki um sama hlutinn að ræða og ekki mótsögn í sjálfu sér að vera fasisti án þess að vera kynþáttahatari, alveg eins og maður getur verið KKK og kosið frjálshyggjuflokk, án þess að vera í mótsögn við sjálfan sig.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ég held að það séu nú ekki margir í fasistaflokkum Evrópu (og USA) sem telja litað fólk til þess þjóðernis sem það telur sig sjálft vera. T.d. vill BNP hérna í Bretlandi hvítt Bretland, fólk sem þarf að fara margar kynslóðir aftur í tímann til að teljast asískt eða afrískt, já, eða ítalskt, á að hypja sig "heim". Þjóðerni er skilgreiningaratriði og það eru aðeins tækifærissinnar og sérvitringar í fasistaflokkum sem nota ekki húðlit til að aðgreina sig frá öðrum.
Og auðvitað er DiCanio rasisti og að hvetja til ofbeldis - Lazio er þekkt fyrir þetta. Það á að taka miklu harðar á þessu. Skömm að þessu. Hufff! Suss! Svei!
Ekki veit ég hvaðan þú hefur það að hugmyndafræði FN byggist á þjóðernishyggju fremur en kynþáttahyggju og að svipað eigi við um fasisma. En það gengur alla vega í berhögg við það sem ég hef kynnt mér um frönsk stjórnmál og innflytjendafræði.
Og svo sé ég ekki alveg muninn á öfgakenndri þjóðernishyggju og kynþáttahyggju. Báðar byggja þær á einhvers konar ranghugmynd um að "við" séum betri "hinir" og að "við" séum betur komin án "hinna".
Erum við ekki annars orðnir algjörir leiðindapúkar, Eiríkur?
Nei, þið eruð skemmtilegir og nú er ég með 11 komment á færsluna mína - það er kúl...næstum eins og alvöru bitastæður bloggari. Ég verð endilega að fjalla meira um svona brennidepilsmál.
Töff nafn á stelpuna annars, Siggi minn.
ég er nú ekki á móti jafnrétti kynjanna, en ...
Skrifa ummæli
<< Home