Æ, sunnudagur
Ég lá lengi uppi í rúmi eftir að ég vaknaði og spekúleraði í því hvort ég nennti á fætur. Þessi helgi er búin að vera súperleti. Ég hef ekkert gert. Jú, reyndar, ég las Deception Point eftir Dan Brown. Hann er ömurlegur rithöfundur. Þetta er ömurleg bók. Hann skrifar eins og hann sé að reyna að skrifa mynd eftir John Grisham bók. Persónurnar eru alltaf "Harrison Ford í tvídi" eða líta út eins og "Halle Berry með heilabú Hilary Clinton". Æl æl. Svo stendur ekki steinn yfir steini í þessum plottum hjá honum og maður á að trúa því heimsins bestu vísindamenn fatti ekki hluti sem allir með lágmarksþekkingu á vísindum sjá strax í hendi sér. Hann er líka bara svo skelfilegur penni. Samtölin eru alltaf vandræðaleg (allur kafli 57 er bara aulahrollur út í gegn til dæmis), svona CSI-leg, fólk að romsa upp úr sér upplýsingum hvert ofan í annað til að lesandinn skilji betur hvað gangi á. Ömurlegur. Asnalegasta setning bókarinnar er þessi: Sexton sensed that even in her disillusionment with him, Gabrielle felt a pained empathy to think of a bright young woman in danger.
Ömurð.
4 Comments:
Kannski þess vegna sem ég (sem er frekar hæglæs) er ekki enn búin að komast í gegnum lykilinn, jafnvel í þýðingu...? :o/
Hélt að það væri ég sem væri eitthvað skrítin, eins og hann hefur verið dásamaður í hástert, eða er kannski bara svona sterk auglýsingamaskína í kringum hann?
Ég er þá bara eftir allt saman smekk-kona sem sér í gegnum hvað manni á að finnast eða ekki; eða það er víst þú sem ert það, hahaha...
Auglýsingaskrum. Mér fannst lykillinn reyndar ögn skárri en fékk samt aulahroll. Asnalegast finnst mér alltaf hvernig bækurnar hans byrja á einhverri staðhæfingu um að tæknin/myndirnar/samtökin sem hann fjalli um séu til og raunveruleg. Einmitt. Só vott?
SYSTIR!
Sammála þér með Dan Brown - Þrælaði mér í gegnum Lykilinn og þennan höfund les ég aldrei aftur.
Harrison Ford! Hann bókstaflega segir það í fyrsta kafla bókarinnar, og "The Albino zelot, sidekick factor"
Give me a break!
Auk þess að pælingin er svo til að öllu leiti stolin og skæld frá meiri mönnum og konum en honum eins og þú ættir að vita, hafandi komið mér á bragðið með Jesúsku samsæriskenningarnar.
Annars... ástæðan að ég kommenta hérna hjá þér... he he he he
Æi hann þarna rithöfundur? Hvað heitir hann aftur? Æi ég sé svo vel fyrir mér coverið!
..ég sem hélt ég væri bara svona ósvífin og mikill rebbel í edli mínu ad líka ekki vid skrif Dan Brown. Vonbrigdi. Ekki nóg med ad bækurnar séu leidinlegar, heldur er ég líka sammála odru fólki sem finnst tad. Enginn móttrói, engin uppreisn og ég nota enntá brjóstahaldara. *andvarp* ;)
annars var ég nú ad spjalla vid einn írskan kunningja minn á netinu um daginn. hann er lífvordur í Bagdad (!!), eníveis, vid vorum ad skiptast á ad vera med stæla og ég kalladi hann 'scottish fart' bara svona til spælingar...tad virkadi og ég hef sjaldan hlegid jafn mikid á ævinni. boj ó boj, tad eru sko litlu hlutirnir sem gefa lífinu gildi...
kv. frá roklandi, íris bjork
Skrifa ummæli
<< Home