Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, janúar 3

Pillow talk

Bróðir minn gaf mér ótrúlegan kodda í jólagjöf. Hann er svo mjúkur að maður breytist í kött við það eitt að faðma hann að sér. Í gærkvöldi tók Sölvi Björn feil á mér og koddanum. Strauk koddanum á kollinn (hárið á mér lá yfir hann) og kyssti hann svo góða nótt. Mín fyrstu viðbrögð voru svekkelsi út í koddann fyrir að hafa haft af mér blíðuhótin. Svo hló ég brjálæðislega - og geri enn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home