Fljúgandi furðuhlutur
Halló. Nú hef ég engin komment fengið og velti því fyrir mér hvort að vinir mínir hafi snúið við mér baki sökum þess að ég afvegaleiddist út á glæpabrautina (leiðist maður inn eða út á glæpabrautina? Ég veit það ekki, ég fór svo hratt). Allavega, ég er að koma heim til að fá botn í þetta mál. Á morgun. Dagurinn í dag fer í lokajólastress og svo ætla ég ekki að jólastressa meir.
Í BA námi mínu við HÍ lærði ég margt skemmtilegt, meðal annars að H er ekki til í mörgum tungumálum, t.d. er H víst G í rússnesku. Væri því eins farið á íslensku hefði þessi færsla verið svona:
Galló. Nú gef ég engin komment fengið og velti því fyrir mér gvort að vinir mínir gafi snúið við mér baki sökum þess að ég afvegaleiddist út á glæpabrautina (leiðist maður inn eða út á glæpabrautina? Ég veit það ekki, ég fór svo gratt.)
Ég þarf ekki að fara lengra með þetta til að þið sjáið að það væri mjög hvimleitt ef við töpuðum niður háinu okkar. Við höfum þegar týnt zetunni, stöndum vörð um háið.
Gelga Soffía (eða Gelgja, annars er rússneska nafnið mitt víst Olga)
4 Comments:
Ég man nú þegar þú rúllaðir inn á glæpabrautina með innkaupakerru í ónefndri stórverslun fyrir margt löngu. Nema þá varstu ekki nöppuð svo kannski það teljist ekki með. Að minnsta kosti lá slóðin víða. Ég skal heldur ekki snúa við þér baki fyrir að keyra á 60. Hlakka til að sjá þig í næstu viku :)
Nei, það telst ekki með ef maður er ekki nappaður. Eins og með tréð í skóginum. En, já, gott ef þú varst ekki vitorðsmaður í þessum ógurlega glæp, blóðslóðin um alla Kringlu ef ég man rétt. Sussususs. Nei, þú snýrð ekki við mér baki. Ég hlakka líka til! Vei vei vei!
Mér finnst ákaflega smart að vera glæpakvendi. Mér finnst þú ættir að vera orðljótari til að hæfa lífsstílnum.
Gelvítis gálvitar og geilalausu górkarlar!
Þetta hljómar ekki illa.
Vá. Ég væri sem sagt Grönn í Rússlandi. Ekki slæmt.
Kveðja
Hrönn
Skrifa ummæli
<< Home