Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, desember 2

Bakköppdrögs

Það er kaffilaust í húsinu. Þetta er skelfilegt á svo margan hátt. Ég er kaffisjúklingur hinn mesti og fæ alvarleg mígrenisköst ef ég fæ ekki fix strax og ég vakna. Mér finnst andstyggilegt að éta fyrstu 3 tíma dagsins en kaffi verð ég helst að fá áður en ég er að fullu komin til meðvitundar. Steinar og Agla skildu reyndar eftir hjá mér einhverja nojrotík í krukku (Sölvi þykist viss um að Steinar beri ábyrgð á innkaupunum) - koffeinlaust neskaffi. Koffeinlaust. Neskaffi. Þarna eru tvö orð sem eiga aldrei aldrei aldrei að fara saman í setningu. Eins með Koffeinlaust kaffi. Koffeinið er góða stöffið! Það er eina ástæðan fyrir því að standa í því að týna bragðvonda baun, rista hana, hreinsa og mala og leysa upp í heitu vatni. Allt þetta vesen er einmitt til að ná í það sem máli skiptir - koffein!
Neskaffi finnst mér viðbjóður. Fornemast ógurlega þegar mér er boðið neskaffi. Á þó eina afskaplega hugljúfa minningu af þessaari ólyfjan: árið 1995 datt ég hrakin og þreytt inn til Hrafnhildar og Ása í Brooklyn og Ási færði mér neskaffi sem ég drakk úr neskaffikrukku. Það var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi þá og þarna að þetta er skráð á spjöld sögu minnar sem eitt af "fullkomu augnablikunum". Ég held að ég hafi næstum komist í sömu sæluvímu þegar ég fann aðra neskaffiskrukku í örvinglaðri kaffileit minni áðan: Rich Roast, neskaffi rammt af kaffeini! Jess. Og þetta drakk ég og las Dead Pets eftir Sam Leith sem að Óttarr sendi mér í gegn um mömmu með Hildi (flókið, en hver treystir póstinum í dag?). Svei mér þá ef mér tókst bara ekki að drekka alveg heilan bolla. Næstum því. Ekki fullkomið móment en næstum því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home