Glæpakvendi
Ég er glæpakvendi. Það er offisjalt og til er ljósmynd því til sönnunar. Þannig er mál með vexti að fyrir nokkru leigði ég bíl og fór í bíltúr með Sölva og Ástu um suðursveitir Skotlands. Ég er nú orðin ansi nösk í að halda mig réttu (vitlausu)megin á götunni og keyrði eins og herforgingi allan daginn og alla leið vestur til Ayr og síðan eftir þjóðveginum heim til Edinborgar. Það er svo þegar ég er að koma inn í bæinn, við eitthvað blöddí fangelsi (go figure) að skyndilega er flassað á mig. Ég sem hafði verið í blússandi stuði (en þó nokkuð örmagna) að hlusta á Cemetry Gates með Smiths fór nú á svo rosalegan bömmer að ég gat ekki talað í nokkrar mínútur og þegar mér svo tókst að koma upp orði þá var það af því tagi sem ég get ekki birt hér því þá segir mamma að ég sé með klámkjaft og hún vill ekki að ég sé með klámkjaft á netinu.
Í dag kom svo bréf frá Yfirvaldinu þar sem mér var sagt að ég væri glæpakvendi og skuldaði því Yfirvaldinu 60 konungleg pund fyrir að keyra á 60 þar sem aðeins má keyra á 50. Þetta eru ss. km/klst ekki mph - ég snaraði þessu snöggvast, enda er ég þýðandi að degi til þótt ég sé glæpakvendi að nóttu. Bömmer bömmer bömmer og fullt af orðum sem ég má ekki segja á netinu.
Eru ekki allir annars bara í stuði?
2 Comments:
Þú ert glamúrglæpakvendi :)
A.R
Já, maður, ef ég ætla að vera að þessu á annað borð er ekkert vit í að gera þetta öðruvísi en glamúruslí.
Skrifa ummæli
<< Home