Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, desember 30

Edinborgar Hogmanay


Jæja, þá er bara tekin við pípandi gleði í Edinborg: kyndilgöngur, langskipabrennur, katalónskir drekar og götupartí. Og hvers sakna ég frá Íslandi? Mor, far, Einsa og vinanna, jú... og þess að fá gott vatn úr krana. Annars er þetta gott að vera komin aftur í músahús með góðu fólki. Ég er á 46/4 Grindlay Street, Edinburgh, EH3 9AP ef einhver (t.d. María og Sjonni sem ég ætlaði nú að hitta heima - dem) vill senda mér sniglapóst.
Það er að hefjast Dóminómót í stofunni og mín er beðið. Verið þið sæl.

4 Comments:

At 10:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

það er sem þú hafir lagst í formalín á þessari mynd ... gleðilegt ár frá tromsø!

 
At 8:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegar hátíðir - Átti ekki að kíkja í heimsókn þegar þú værir á klakanum? Eiríkur

 
At 11:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HERI ZA MWAKA MPYA!
Var voða sorrí að ná ekki að hitta þig aftur áður en þið fóruð (en þekki MJÖG vel hvernig það er að koma heim í 2 vikur yfir jólin - everyone and their grandfather!) Ykkar var sárt saknað í Brooklyn á Gamlárskvöld, en vonandi var stuð á Hogmanay!
....knús og kossar

 
At 1:24 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Jamm - þetta er einmitt ég í glasi - í bjórglasi.
Eiríkur: jú ég ætlaði nú að gera það og svo margt fleira. Það sem helst stóð í vegi fyrir því var að ég var með nýjan síma og engin símanúmer þannig ég var alltaf að vonast til að þú hringdir í mig. Next tæm hóms.
Hildur: já, rassgatsvesen, það tók bara allt svo langan tíma - þú veist hvernig þetta er.

 

Skrifa ummæli

<< Home