Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, desember 9

Niceland

Hulló. Ég lenti í gær í slagveðri en lét það ekki slá mig út af laginu. Það er gott að tylla hér niður fæti. Nú er svo þetta fallega hægviðri og kisan mín situr ofan á tánnum á mér (það verður ábyggilega að aflima þær á eftir) og ég ætla niður í bæ að skoða íslendinga. Kannski finna Klöru og Áka.
Kormákur á Ölstofunni heldur því fram að enginn sem vinnur hjá honum hafi kvartað undan reyk. Mér finnst það alveg merkilegt. Ég fór einu sinni að skæla á Ölstofunni út af reyk. Á Ölstofunni þarf fólk að flýja inn á klósett annað slagið til að anda. Ég dauðkvíði því að þurfa að fara þangað inn. Ætla að reyna að komast hjá því eins lengi og ég get.
Ég er annars aumingi - ekki vegna þess að ég vil ekki anda að mér reyk út úr öðru fólki heldur vegna þess að ég passa illa upp á málfar og stafsetningu á blogginu mínu, það er skammarlegt. Ég biðst forláts en lofa ekki endilega bót og betrun. Ég er nefnilega óþolinmóð og löt þegar kemur að bloggi - og ýmsu öðru svo sem líka.

4 Comments:

At 4:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að "heyra" frá þér! Strax farin að sakna þín. Skal veðja að við munum innan tíðar sitja saman á Ölstofunni, en auðvitað blótandi henni í sand og ösku engu að síður! Auður.

 
At 5:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef nokkrum sinnum kvartað undan reyk á Ölstofunni. Og ég veit um fleiri sem það hafa gert. Kommi er að ljúga eða þá að hann er með stíflaðar hlustir.

 
At 6:48 e.h., Blogger Saumakona - eða þannig said...

Ef þú ferð á Ölstofuna, þá rekstu kannski á Úlf K. - til dæmis í dyrunum, sem hann er stundum að vakta - en hann ræður víst því miður engu um reykinn :(
Þú sérð hvað hann er orðinn flottur gaur :) ef þú kíkir í síðasta Séð og Heyrt (ein mamma hér alveg að springa úr monti!).

 
At 10:48 e.h., Blogger Króinn said...

Gott verður lífið þegar þeir banna reykingar á veitingastöðum á Íslandi eftir rúmt ár. Allt tal um að það muni aldrei ganga að aðlaga Íslendinga að þessum reglum er bull. Ef þetta er ekkert mál fyrir Íra og ef að Spánverjar og Ítalir ætla líka að fara að hleypa þessu í gegn líka þá verður þetta enn þá minna mál fyrir okkur. Ég spái múðri og tuldri einhverra kverúlanta í svona tvær vikur og svo verður málið dautt. Og þá verður gaman að drekka frá sér rænuna á börum 101 og vera bara þunnur af áfengi en engum tóbaksreyk (heeelvíddi er þetta annars orðið langt komment!)

 

Skrifa ummæli

<< Home