enski boltinn, jólamatur og bókadómur
Í gær fór ég í bæjarrúnt og rakst á nokkur ungskáld og tónlistarmenn. Mér finnst Eiríkur Örn alltaf vera að stækka (já og vaxa), er ekki frá því að hann hafi slagað upp í þrjá metrana þarna á Grandinu með hattinum, hann er líka óskaplega loðinn í framan, hálf sæfæ að sjá, hélt fyrst að þarna færi meðlimur úr Hjálmum.
Sölvi er að horfa á enska boltann með pabba, meilbonding - annar púllari og hinn manunari. Sjálfsagt fallegt á einhvern hátt. Mamma skoðar matreiðslubækur í leit að jólamatnum. Ég hef voða lítið innpútt því að ég er södd og get ekki lagt neitt til málanna.
En nú ætla ég að vitna hér í pbb gagnrýnanda á DV (æ, verst að þetta skyldi koma í þessu skítablaði) en:
"Stöðugt fer þeim fram í frásagnartækni, teikningu og litun, Emblu og Ingólfi. Þriðja sagan þeirra sem er sprottin er úr heimi Njálu er heildstæðasta og langbest heppnaða myndasaga þeira til þessa. Þau hafa styrkst í tökum sínum á miðlinum og þessi partur Njálu stendur sér vel...
...Þau spenna söguna líka út, gera meira úr styttri köflum og eru fundvís á myndræn sjónarhorn til að drífa söguna áfram. Letur er skýrt og setningastíllinn nútímalegur... Þá er bara spurt: Hvernig gengur að koma efninu á framfæri við erlenda markaði? Er útrásartækifæri í hinum harða heimi myndasagna? Það eru jú hinar menntuðu Evrópuþjóðir sem helst líta við efni af þessu tagi þar sem það sker allar stéttir og aldurhópa án tillits til menntunar... Emblu og Ingólfi verður að hrósa fyrir þolgæði og forleggjara þeirra fyrir að koma verkinu til lesanda í þriðja sinn. "
(fjórar stjörnur af 5 )
Og þar hafi þið það. Bókin Vetrarvíg fæst í öllum betri bókabúðum
2 Comments:
gvuuuuuuuuuð, en skemmtilegt, les engin blöð þessa dagana en stelst á blogg þegar ég er að krepera á heimaprófinu, sé þig bráðum, L.
Segðu okkur nú eitthvað meira skemmtilegt af Íslandinu! Er að mygla á verkefnavinnu og kíki hingað tíu sinnum á dag ;) A.R.
Skrifa ummæli
<< Home