Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, október 11

Náttfatahöllin

Ég bý í náttfatahöll. Hér er fólk í náttfötunum eins langt fram eftir degi og hægt er. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður svo sem snaröfugur sólarhringur (setja inn fimmaurabrandara hér), veikindi, kuldi, leti og þörf fyrir að slipp intú somþing mor komfortable. Og náttfötin eru ekki mjög sexí eða smart. Þau eru óversæs og upplituð. Þetta er auðvitað ekki hægt til lengdar - ég held að það sé kominn tími á að fara að kaupa sér ný.

2 Comments:

At 7:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið væri ég til í að vera alltaf á náttfötunum. En buxurnar eru of víðar svo þær fúnkera bara í láréttri stellingu, detta niður á gólf eftir vissan tíma í uppréttri. Og eftir það er ekki annað að gera en klæða sig. Bið að heilsa öllum náttfætlingunum
XXX e

 
At 2:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mig vantar líka ný náttföt. Kannski við ættum að fjárfesta í matsandi settum á okkur öll 3? Svona til að hafa aðeins meiri klassa hérna í PJ Palace.

 

Skrifa ummæli

<< Home