Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, október 10

Rómantísk veikindi

Rómantískustu veikindin eru berklar, tæring og lungnabólga. Ég er með lugnabólgu. Þegar ég anda þá kurrar og brakar í mér. Inni á milli hósta ég þangað til að ég skelf og nötra. Því fylgir órómantískur viðbjóður sem ég hræki í klósettið. Þá finnst mér ég svolítið eins og eitthvað hellbitsj úr Exorcist, en svo skríð ég inn í stofu, leggst undir gamla góða Álafossteppið sem hefur farið alla leið frá Íslandi til Afríku til Íslands til Skotlands, og finnst ég óskaplega lasleg og rómantísk aftur. Maður á alltaf að líta á björtu hliðarnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home