Allt að verða klárt... svo að segja
Palli drepur mig - ég er ekki búin með Tony, hef smá afsökun, frekar lélega en afsökun engu að síður, því að ég lenti í þessum skjávandræðum og er orðabókalaus og þá tekur allt alveg hundrað ár... ég er padda.
Á morgun förum við til Newcastle og þaðan til Berlínar til að hitta Finn og Emmu og Óðinn - vei!
Tölvan og Tony koma með.
Svo verður haldið til Ljubljana og Belgrad þar sem að Gummi ætlar að halda brullaupsveislu með henni Kaju sinni - vei!
Kannski hendi ég inn fréttum af okkur stöku sinnum á leiðinni. Hafiði það nú gott á meðan!
4 Comments:
Úúú, mikið væri ég til í Ljubljana og Belgrað. Góða ferð!
Já góða ferð og kysstu þau nú öll frá mér og knúsaðu.
Góða ferð honní, heillaóskir til Gumma og bara svona venjulegar kveðjur til Finns. Njóttu nú Berlínar ljúfan, væri til að skreppa þangað eins og í tvo daga og fá mér almennilegan brönsj á Hali (Haliflur) í Schwederstrasse, næstum við hornið á Kastanienalle (kostar bara 3e diskurinn, ljúffengur, estetískur og passlegur skammtur) og tjilla svo í Mobijupark við Kastanienalle.
Laufey.
Hæ Helga sæta. Fyndið að vera fyrst að drattast til Barcelona þegar þú ert ekki þar. Bið að heilsa Sölva og Tóti líka. Þín Auja
Skrifa ummæli
<< Home