Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, apríl 19

Óld skúl

Geðveik óld skúl blankheit í dag: vissi að ég átti ekki krónu á reikningnum. Meistaraheimildin að þrotum komin. Svo ég leitaði í öllum skúffum, veskjum, buxum, yfirhöfnum að klinki til að kaupa mér kaffi. Fann ekkert. Fann þrjátíu punda ávísun sem ég fór með í bankann en gat ekki leyst hana út þar sem ég var ekki með bankareikning, gat ekki stofnað bankareikning því að það það stendur S. Einarsdóttir á símareikningnum (möst að hafa ef maður ætlar að stofna bankareikning í UK) en Helga Soffía Einarsdóttir í passanum, það vantaði sem sagt eitt há. Há- alvarlegt mál. Þannig ég fór heim með hundinn í sjálfri mér og minningar frá menntaskólaárunum... MH! Já, það var svarið! Ég skrifaði mínum gamla kennara og vini Páli Valssyni sem bjargaði mér frá óld skúl blankheitunum með smá sporslu fyrir vel unnin störf. Þannig ég komst á kaffihús... þið sem vinnið ekki ein heima alla daga í útlöndum skiljið kannski ekki hversu mikilvægt þetta er, en ég skal segja ykkur það að ég væri búið að setja mig á bjánabýli uppi í sveit.

2 Comments:

At 11:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Getur þú útskýrt sambandið milli þess að leysa út ávísun og símareikninga fyrir okkur sem erum ljóshærð?
Kv.Hrönn

 
At 3:38 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Nei, það er óskiljanlegt og dularfullt og þess vegna er ég ekki enn komin með bankareikning.

 

Skrifa ummæli

<< Home