Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, apríl 20

krísa

Skjárinn á tölvunni minni gafst upp í gær. Bara upp úr þurru. Og á versta tíma. Bö. Er að stelast í Sölva tölvu á meðan hann leikur sér í frisbí með Steina. Ég ætla að reyna að fara með hana í viðgerð - enda með eitt stykki skáldsögu í vinnslu og heila próförk. Fokk.
En gleðifréttirnar eru að mamma,pabbi og Einar Örn eru að koma á morgun. Allir kveikja á kertum og syngja afmælissönginn því mor verður sextug þá - ótrúlegt, ekki lítur hún nú út fyrir að vera það. Ó, nei.

4 Comments:

At 7:28 e.h., Blogger Króinn said...

Afmæliskveðjur til mútter. Er það annars þín kláraða skáldsaga sem bíður inni á skjálausri tölvu?

 
At 3:37 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Ó, nei ég er ekki á þeim buxunum Siggi minn. Þetta er bara skáldsaga eftir hann Tony Parson sem ég er að þýða... eða var fyrir skandalinn.

 
At 6:49 f.h., Blogger Króinn said...

Jæja, ég bíð þá nokkur ár í viðbót eftir debútinu þínu.

 
At 9:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með lillemor, bið kærlega að heilsa þeim öllum. Það lítur annars út fyrir að aðalstarfi sölva sé að spila frispí í þessari borg á meðan þú vinnur af þeir rassinn. Tja, þessu hefði ég nú ekki trúað upp á hann sölva. luv, Laufey.

 

Skrifa ummæli

<< Home