Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, apríl 13

What the dickens!

Sá alveg ótrúlegt dæmi í kassanum í gær. Hinn stórkostlega viðbjóðslegi og sjúklega aðkallandi Plastic Surgery Live! er kominn aftur. Þetta er þátturinn sem ég horfi á með aðra höndina útglennta yfir andlitið á mér og garga yfir.
Í gær var t.d. talað við 2 geðsjúklinga sem ákváðu að fara frekar SAMAN í lýtaaðgerðir í honnímúninu en að fara í ferðalag. Hún læt stækka á sér brjóstin og sjúga fitu úr rassinum á sér, hann lét strekkja sig aðeins og fjarlægja bjórbumbuna. Ég vona að þau hafi svo verið geld bæði tvö í leiðinni.
En stjarna kvöldsins var brasilíski einkaþjáfarinn sem vildi fá stærra typpi. Hann var með langt (og frekar vírdlúkking grátt) og mikið typpi en langaði að vera með meira í hjólabuxunum sínum, þannig að hann lét umskera sig og græða - þetta er það ótrúlega - húð af dauðum manni (kom auðvitað dauðhreinsuð og fryst frá USA, hvaðan annarsstaðar)við tittlinginn á sér. Þetta tókst líka svona glimmrandi vel og nú er maðurinn með einhvern óskapnað þarna í brókunum en alveg í skýjunum.
Ágætt að vita svosem að maður er ekki orðinn svo jaded að það sé enn hægt að ganga fram af manni. Ég hugsaði líka til aumingja mannsins sem gaf líkama sinn, hugsaði sennilega að hann gæti bjargað mannslífum (þessi tækni er venjulega notuð til að græða húð aftur í andlit sem hefur farið illa í slysi eins og bruna t.d.) en var notaður til ... tja, ég veit ekki alveg til hvers, svei mér þá.
It's a mad, mad world...

2 Comments:

At 10:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, there´s no business like show business... og allir geðsjúklingarnir sem vilja komast í spot-lightið! USA eru engu lík og fólk.. ja, greinin þín segir meira en mörg orð!

 
At 10:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm, kannski asnalega orðað hjá mér.. (að það sem þú skrifaðir segi meira en mörg orð... ) En fokk it ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home