Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, apríl 14

unglingurinn í sjálfri mér

Sæl. Í morgun voru draumfarair mínar slíkar að ég steindrap á vekjaraklukkunni þegar hún hringdi með þeim afleiðingum að bjarndýrið við hliðina á mér missti af lestinni. Svona episóður eiga sér æ sjaldnar stað eftir því sem aldurinn færist yfir, en einstöku sinnum nær unglingurinn sem grýtti eitt sinn vekjaraklukku þvert yfir herbergi í svefnrofunum tökum á mér og þá fer svona. Ég veit ekki hvort þetta hafi samt eitthvað með aldur að gera, kannski er ég bara svo heppin að eftir því sem ég verð eldri því sjaldnar þarf ég að vakna snemma? O,já!

1 Comments:

At 12:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Held að þetta hafi ekkert með aldur að gera. Ég glími við samskonar vandamál á hverjum morgni, þrátt fyrir háan aldur. Held svei mér að þetta hafi versnað í seinni tíð.... Kveðja Hrönn

 

Skrifa ummæli

<< Home