Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, nóvember 16

Upplyftingar

1. Fara á Súfistan í kvöld og hlusta á listaskáldin góðu - þar á meðal Sölva Björn - lesa upp úr verkum sínum í tilefni dagsins (dagur íslenskrar tungu og afmæli Jónasar)
2. Fara á Sykurmola á morgun
3. Kíkja í bíó á Borat - listaverk!
4. Lesa Fljótandi heim eftir Sölva Björn Sigurðsson (hún er á metsölulista Eymundsson(ar?))
5. Lesa Hið stórfenglega leyndarmál heimsins eftir Steinar Braga - eiturfyndin og stórsnjöll
6. Fara á Babalú á skólavörðustíg og fá sér latte og lesa blöðin eða hanga á netinu
7. Fara á Garðinn á Klapparstíg og fá sér dýrindissúpu í hádeginu
8. Fara á Barinn (22) og fá sér plokkfisk
9. Hlusta á BBC Worldservice og drekka heitt kakó undir teppi
10. Fara á Umbreytingu í Þjóðleikhúsinu - stórkostleg sýning Bernd Ogrodnik

4 Comments:

At 9:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Helga mín, hvað meinarðu með listaverk! á eftir Borat? Heldurðu að myndin sé listaverk og finnst þér það líka eftir að þú sást hana? bara forvitni, Laufey.

 
At 10:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

er sko nývöknuð og fatta núna að þú varst vísast búin að sjá myndina þegar þú skrifaðir þetta. mér fannst hún hárbeitt og frábær að mörgu leyti, hló mikið, en lágkúruhúmorinn inn á milli fór samt soldið illa í mig, veit ekki fyllilega hver markhópurinn er því sem heild get ég ekki tekið undir að myndin sé listaverk. Annars er ég að fara til New York og auglýsi eftir góðum tipsum, fyrst og fremst varðandi gistingu, stuð úr berlínarvorinu Laufey.

 
At 10:16 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Hvað meinarðu? Ertu að segja að lista geti ekki verið lágkúra?

 
At 12:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

orðið listaverk skildi ég sem mjög jákvæða einkunn við myndina, það var það sem fór öfugt oní mig, ef mig skyldi kalla . . .

 

Skrifa ummæli

<< Home