Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, júní 5

Ahhh... ok

Afsakið fjarveru mína á blogginu, ég bara varð að taka smá tæmát eftir kosningarnar, ég þurfti að gapa og hrista hausinn í nokkra daga yfir kosningu Eyþórs Arnalds á Selfossi. Merkilegt. Ég var alvarlega að hugsa um að flytja bara ekkert heim til Íslands aftur. Hvar annarsstaðar getur pólitíkus keyrt fullur, keyrt á og stungið af en samt boðið sig fram í bæjarstjórnarkosningum? Og hvar annarsstaðar hefði hann svo verið kosinn þrátt fyrir þetta vítaverða ábyrgðaleysi? Ég á ekki til orð. Að hann skyldi ekki draga sig í hlé. Að hann skildi varpa ábyrgðinni svo yfir á kjósendur: "ég hvatti fólk til að strika mig út til að veikja ekki flokkinn" - hann átti að strika sig út sjálfur - og ekki til að veikja ekki flokkinn heldur til að sýna fólkinu í bænum örlitla virðingu. Og nú situr aumingja tengdapabbi og annað gott fólk uppi með mann í bæjarstjórn sem tekur ekki einu sinni ábyrgð á stórfokköppum sem þessum, hvernig haldiði, gott fólk, þá að hann díli við þá ábyrgð sem fylgir hans nýja starfi? Ömurð.
Mér tókst hinsvegar loksins að loka kjaftinum á föstudaginn og fór þá í ferð með Sölva, Hemma og Auði upp í sveit. Við fórum m.a. til Isle of Skye sem er alveg skuggalega lík Íslandi enda fóru allskonar þarfir og þrár að gera vart við sig: "Mig langar í saltpillur, djöfull væri ég til í saltpillur." "Mmm, pylsa með öllu nema hráum..." "Malt." "Ópal, Tópas... Tröllatópas."
En við þurftum ekki að barma okkur lengi því við sóttum heim hana Ann, mömmu Suzie, og þar voru á borðum þvílíkar veitingar að allur barlómur og djönk og sælgæti varð að engu. Hún gaf okkur hreindýr og önd, lamb og naut, kartöflur, egg, salat og rauðbeður, súkkulaði og geitaost, rautt vín og hvítt og svo mætti áfram telja. Við átum og töluðum og skríktum og flissuðum og göptum - nú ekki af hneykslan heldur af undrun - yfir fegurð staðarins, fjallanna og fjarðarins. Sálin er endurnærð og líkamin ofnærður. Aðhald og meinlæti er það sem koma skal. Reyndar grunar mig að Auði langi ennþá í saltpillur...

2 Comments:

At 12:54 e.h., Blogger hosmagi said...

Ég ætla ekki að tíunda álit mitt á Eyþóri Arnalds.Þess þarf ekki. En hann var nú ekki kjörinn bæjarstjóri hér. Og hann mun aldrei verða bæjarstjóri hér né nokkursstaðar. En ég skal taka undir að það er skömm að þessu öllu. Það er nú ekki gæfuleg æska sem lætur nokkra nýnasista smala sér í sjálfstæðisflokkinn til að greiða Eyþóri þessum leið inná bæjarskrifstorurnar.Þetta er svona eins og hjá maddömunni, vont og það versnar.

 
At 7:49 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

USSSSS!

 

Skrifa ummæli

<< Home