Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, nóvember 10

Heimsglaumurinn

Það var ótrúlega vel mætt á Barinn í gær og húsið fullt af góðu og skemmtilegu fólki á öllum aldri. Steinar og Sölvi stóðu sig vel, lásu upp úr bókunum sínum við mikinn fögnuð og skenktu fólki bjór og viskí fram eftir kvöldi. Eymundssonskvísur sátu við borð og seldu fólki bækur og gestir kepptust við að skrifa póstkort til ástvina sem voru sett í kassa og notuð í happadrætti síðar um kvöldið. Harpa hét vinningshafinn og hún vann rauðvínsflösku og 2 bækur (Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins og Fljótandi heim). Póstkortin verða svo send af forleggjurunum á áfangastaði eftir helgi. Ég smelli kannski inn nokkrum myndum af kvöldinu seinna í vikunni.
Ég nenni eiginlega ekki að röfla yfir Beverly Hills 90201 - þetta eru bara ömurlegir þættir, þeir voru það in ðe næntís og hafa ekki batnað með tímanum. Skjárinn sýnir margt misjafnt en hann ætti að skammast sín fyrir að endursýna þetta krapp (og það nokkrum sinnum í viku). Viðbjóður. Næst ætla ég að röfla yfir reykingum á skemmtistöðum sem er viðbjóður og ástæðan fyrir því að ég er með hausverk núna.

3 Comments:

At 8:42 e.h., Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Það verður harðbannað með lögum að reykja á veitingastöðum frá og með 1. júní 2007.

 
At 9:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér aftur. Og skemmtileg nýjung þetta "... and coming up next ..."
Annars er ég viss um að litla systir mín er þér hjartanlega ósammála um Beverly Hills 90210 en hún er líka svo menningarsnauð.
Ástarkveðjur að sunnan og hamingjuóskir til spúsans.

 
At 12:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vei!!! Mikið er ég ánægð með að þú ert farin aftur að blogga. Já og til hamingju með Sölva. Vona að þið látið verða af því að koma og kynna bókina hér.
Gunnhildur

 

Skrifa ummæli

<< Home