Bilastæði og bjor
Jamm ég þoli ekki að geta aldrei lagt heima hjá mér vegna þess að gatan er alltaf yfirfull af bílum frá fólki sem tímir ekki að nota bílastæðahúsin. Það ömurlegasta við þetta allt saman er að meirihluti þessara bíla eru risahelvítis jeppar. Fólk kaupir sér margra milljón króna jeppa en tímir svo ekki að borga 100 krónur í stöðumæli þegar það fer á helvítis Súfistan að lesa tímarit úr búðinni. Í Edinborg er eitthvað sem heitir Resident Parking í miðbænum - þá mega aðeins íbúar miðbæjarins leggja í stæðin í götunum en aðrir nota bílastæðahús, bílaplön og stæði með stöðumælum. Fólk sem býr í blámiðbænum á að geta lagt bílum sínum eins og fólk í öðrum hverfum. Ég vil að stöðumæla/bílastæðagjald verði lækkað og stæði á Grettisgötu, Njálsgötu og öðrum götum í blámiðbænum verði tekin undir einkanotkun íbúa þar. Jamm. Næsta röfl verður um Beverly Hills 9020.
Hey, en á léttari nótunum: Sölvi Björn og Steinar Bragi halda veislu á efri hæðinni á gamla 22 í kvöld (frá 8) og bjóða upp á spjall og bjór og jafnvel einhvern upplestur. Gott fólk á endilega að láta sjá sig.
2 Comments:
Oh, djöfull vildi ég að ég kæmist í kvöld :(
En annars vildi ég segja þér hvað ég er glöð yfir því að þú sért að farin að blogga aftur! Knúskveðjur, Auður Rán
Spæling að komast ekki! Er viss um að verði magnaður stemmari. Ojæja, þið skemmtið ykkur sjálfsagt ágætlega án mín.
Knúsípús!
Skrifa ummæli
<< Home