Lífgunartilraun 1
Ég veit að ég ætlaði að byrja aftur að blogga í september en það var bara argasta bjartsýni því að bókabransinn er jú á fullu á haustinn og ég hafði ósköp lítinn tíma til annars en að þýða, prófarkalesa og fikta í textum. En karnivalið er að fara að byrja - hin árlega uppskeruhátíð íslenskra bókaútgefenda og þá nefni ég auðvitað strax til sögunnar glænýja skáldsögu Sölva Björns sem kom með skipi í dag. Hún heitir Fljótandi heimur og ætti að birtast í bókabúðum á fimmtudag-föstudag. Þess má geta að skáldið braut sjálft um bókina og gerði kápuna.
En röfl dagsins hjá mér er yfir skorti á póstkössum í bænum. Ég sit alltaf uppi með hrúgu af umslögum sem ég kem hvergi í póst. Póstkassar eru hverfandi í Reykjavík og pósthúsin sömuleiðis. Ömurleg þjónusta. Röfl röfl röfl...
Á morgun ætla ég að röfla yfir bílastæðum í miðbænum.
Óver end át.
1 Comments:
Veivei, blogg hafið á ný! Hulda er byrjuð líka eftir hlé og ég glöð að lesa hvað uppáhalds stelpurnar mínar hafa verið að taka sér fyrir hendur og um hvað þær helst vilja röfla.
Þetta er eymdarástand með póstkassana. Nútímasamfélag er alveg búið að gleyma hversu ómissandi þeir eru. Sem betur fer er Bretinn aftarlega á merinni í nútímasamfélagsdeildinni. Hér gengr allt út á að skrifa tékka og senda í pósti, enda nóg af póstkössum. Og ég komin með tékkhefit, alveg eins og þegar ég var gjaldkeri Herranætur 1993 - og fannst tékkasrif nokkuð óld skúl þá. Viðeigandi, þar sem Herranótt er leikfélag hins gamala skóla.
p.s. innsláttarorðið mitt til að kommentera er djhom - væri fínt listamannsnafn fyrir samkynhneigðan plötusnúð, eða einn skyldan mér í móðurætt.
Skrifa ummæli
<< Home