Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, júní 5

Rangar upplýsingar

Mikið er ég fegin að ég hafi fengið rangar upplýsingar um bæjarstjórastöðu Selfossbæjar... en þær breyta þó engu um að mér finnst að maðurinn ætti nú að kunna að skammast sín og draga sig úr kosningaslag eftir svona fíflahátt. Já, annars held ég að ég verði bara að horfa meira á rusl í sjónvarpinu og einangra mig heima hjá mér, það er fátt meira deprimerandi en íslensk pólitísk umræða... og Kastljósið, mikið getur það steindrepið allan áhuga hjá mér.... jájá, ég er að fá smá kvíðakast yfir að koma heim en samt - SAMT - hlakka ég alveg til líka. Ég hlakka til að fara í grill til mor og far, að hanga uppi í sófa hjá Einari bróður og að borða skyr við borstofuborðið mitt, hitta Helgu litlu nöfnu mína og foreldra hennar, knúsa Loka, hitta Steinku og Siffa og Badda frænda, Six og Tox og ganga niður Laugaveginn, fara í kaffi til Áka og Klöru, tjalda á Þingvöllum, drekka Malt, kíkja á Báru, bíða spennt eftir öðrum farfuglum, keyra kannski austur og heimsækja tengdó og Þórlaugu og ungana líka, setjast út á svalir á Snorrabraut með frú IÞ Barselónafara og bara allt allt allt þetta sem ég hef alveg tíundað áður svosem. Já, seisei, já.

3 Comments:

At 2:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það hættulega við svona upptalningar er að maður getur gleymt einhverjum - alveg óvart. Eins og þú hlýtur að hafa gert núna :-) Halló!!!!

 
At 9:52 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Ég sagði aldrei að þetta væri tæmandi listi - halló!!!!

 
At 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að gerast á Íslandi? Segðu okkur fréttir! Hér er ennþá sól og hiti, og allir barir troðfullir af HM aðdáendum, í gær var ca 50 manna röð til að komast í bjórgarðinn á Three Sisters! Við gáfumst upp og settumst út í garð- MEÐ VATN!! Auður Rán.

 

Skrifa ummæli

<< Home