Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, janúar 10

Tilraun

Eitthvað var ég að bitjsa um neskaffi um daginn eins og ég væri einhver kaffikonnosör sem tæki alltaf gæði fram yfir tímasparnað. Einmitt. Ég var að hita kaffi rétt í þessu í örbylgjuofninum vegna þess að ég nennti ekki að hella upp á nýtt kaffi. Nennti ekki að hreinsa pressukönnuna aftur. En ég sauð óvart kaffið. Það er andstyggileg lykt af því en ég ætla samt að smakka það: khhhh! aaaachhh! fff!
Kannski ég fái mér bara neskaffi... eða te.

5 Comments:

At 8:24 e.h., Blogger Unknown said...

Vär er den som har min hest
och hun som spinnar gravda sagor
vär er hun som blogger best
och hun sem vinden langar mest?

 
At 9:44 f.h., Blogger Króinn said...

Hver er þessi maður eiginlega? Er þetta norska Mr. Hyde-ið af Sölva eða hvað?

 
At 12:47 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Þetta gæti verið hann jú. Án þess að ég viti það. En þetta er allavega engin norska.

 
At 4:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

en hefurðu prófað neskaffi hitað upp í örbylgjuofni? Það ku vera ákaflega gott ... sel það ekki dýrara en ég keypti það ...

 
At 8:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Talandi um neskaffi. Það er til svo mikið af neskaffi í eldhússkápunum hjá mér að það er gjörsamlega ofar mínum skilningi. Meira að segja koffínlaust neskaffi! Sjálfsagt arfur frá einhverjum af mínum ágætu leigjendum (því mig rekur ekki minni til að hafa nokkurn tíma keypt neskaffidós)sem eru yndislegt fólk upp til hópa, en ég verð samt að lýsa vonbrigðum með kaffismekk sumra þeirra sem keyptu allt þetta skyndikaffi.

 

Skrifa ummæli

<< Home