Það eru jól í austrinu
Jólin komin enn og aftur. Nú þarna fyrir austan. Hjá Gumma og Kaju til dæmis. En hérna í Edinborg er jólunum hinsvegar að ljúka. Jólatrjám er hent út á götu og búðirnar að verða öruggar á ný, útsölubarbarisminn yfirstaðinn og túristarnir farnir heim. Það er ágætt. Þá er hægt að fara niður í bæ og spássera í stað þess að hlaupa undan kaupóðum hjörðum á buffalaskóm.
Ég þykist ætla að verða dugnaðarforkur í janúar. Vinna eins og vorið sé komið og fara í líkamsrækt og elda góðan og hollan mat. Sjáum til. Í dag verður ekkert úr þessu held ég. Ég er búin að skila af mér dagsverkinu, komin í nýjar joggingbrækur sem ég ætla að ganga til með því að horfa á Coupling uppi í rúmi. Seríu 2.
Svo elda ég kannski fisk í kvöld. Beibísteps.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home