Velmegunarvandamál
Vinkona mín Angela talar gjarnan um að vera með "luxury problems". Það getur t.d. verið krísa yfir því að þurfa að velja á milli þess að fara til Chile að hitta vini og fjölskyldu eða fara í frí til Kúbu, að vera í stresskasti yfir því að vanta stafræna myndavél en meika ekki að setja sig inn í hinar ýmsu týpur, að vera boðin tvö störf en geta ekki ákveðið hvort mann langar meira í.
Á mbl.is eru tvær fréttir hlið við hlið í dag. Önnur er frétt um að sjö hafi farist í sprengingu í Baghdad þegar einhver aumingja maður ákvað að sprengja sig í loft upp. Hin er svo frétt um farsímanotkun sænskra unglinga: „Þetta er tímasprengja sem kallar á útbrunna unglinga,” segir Palenius. Símanotkun og sms-skeyti geta leitt til svefnleysis, streitu og streitutengdra sjúkdóma.
Erum við ekki aðeins búin að missa það hérna megin í veröldinni?
3 Comments:
Ég hafði aldrei heyrt orðið útbrunninn notað um manneskju áður en ég flutti til Svíþjóðar. Nú hef ég hins vegar heyrt það mjög oft. Þetta eru óttalegir vælukjóar.
Við erum vond...
Já, það er einhver ægilegur kverúlantaháttur grasserandi í sænsku þjóðarsálinni. En innifalið í honum er að fólk finnur meira til samlíðunar með börnum (og öryrkjum og farlama gamalmennum) sem hafa ekki fullt kontról yfir eigin tilveru. Þess vegna er voða vel hugsað um blessuð börnin í skólunum og leikskólnunum og ekki bara talað um laun starfsfólksins þegar málefni skóla og leikskóla eru rædd.
Skrifa ummæli
<< Home